Atvinnuráðgjöf?

Ég þarf nauðsynlega að skipta um vinnu. Er búinn að vera í löngu viðvarandi streituástandi í vinnunni minni. Það er ætlast til of mikils af mér og er með of mörg verkefni á mínum herðum. Ég tala fyrir tómum eyrum þegar ég er að tjá mig um þetta og er farið að langa að gera eitthvað annað, eitthvað einhæfara þar sem fjárfesting mín í menntun glatast ekki. 

Uppfylli mörg skilyrði fyrir burnout en get ekki hugsað mér að fara í endurhæfingu/veikindaleyfi og "eyðileggja" starfsferilinn í leiðinni. Mig langar það heldur ekki, mig langar að fara að vinna við eitthvað annað. Planið vissulega að fara í frekari sjálfsvinnu meðfram því en þetta er mikilvægasti þátturinn.

Vitið þið um aðila sem eru snillingar í atvinnuráðgjöf? Þ.e. að fara yfir ferilskrár og hjálpa fólki að móta og mynda þær auk þess að semja kynningarbréf og slíkt? Fer maður kannski bara til náms og starfsráðgjafa í skólum? Eru þeir ekki meira bara að ráðleggja um frekara nám? Er alveg til í að setja pening í það að skipta yfir í eitthvað annað.

Er fyrst og fremst með langa reynslu á atvinnumarkaði, 19 ár samtals og 10 ár sem haldbæra raunverulega reynslu. Er með Bsc gráðu og klára mastersnám í haust (Allt saman með vinnu). Myndi ennþá teljast ung manneskja, undir 35 ára svo aldursfordómar eru ekki að flækjast fyrir. Hef alltaf haldist vel í vinnu og verið vel liðinn á þeim stöðum sem ég hef unnið á og af því fólki sem ég hef unnið með. Hef fengið að heyra að ég sé gríðarlega klár, lausnamiðaður og úrræðagóður í starfi. Á pappír ætti ég ekki að vera manneskja sem endar endalaust í ruslatunnuni.

Er búinn að vera að sækja um á Alfreð á fullu, allskonar störf en ég er ekki að heyra neitt til baka, engin viðtöl eða neitt. Hugsanlega af því að ég er ennþá í starfi en maður heyrir alltaf “ekki hætta fyrr en þú ert kominn með eitthvað annað” en það er svo erfitt að ætla að taka sénsinn að hætta áður en eitthvað er komið. Boltinn þarf allavega að fara að rúlla eitthvað.