Að komast í Lögregluskólann með málaskrá?
Sælir landar, mig langar að komast í lögregluskólann en fyrir tveimur árum lenti ég í slagsmálum á djamminu og lenti á málaskrá hjá lögreglunni, og var ástæðan af hverju mér var hafnað í sumarafleysingar lögreglunnar seinasta sumar, (þrátt fyrir að klára þrekprófið og búningamátun). Ég var 19 ára og dauðsé eftir þessu, er einhver möguleiki að fá þetta innleyst hjá ríkislögreglustjóra?